ÞÉR ER BOÐIÐ!

Stockfish kvikmyndahátíðin verður haldin í tíunda sinn dagana 4.-14. apríl, og í tilefni af afmælinu verður landsmönnum boðið í bíó.
Fjölbreitt úrval mynda frá öllum heimshornum verður á hátíðinni í ár, og verður aðgangur að sýningum ókeypis, enda markmið Stockfish að kynna sem flesta fyrir því áhugaverðasta sem er að gerast í kvikmyndaheiminum. Og þér er boðið!
Komið í bíó og fagnið með okkur!

OPNUNARMYND HÁTÍÐARINNAR ER DANSK-ÍSLENSKA VÍSINDAÁSTARSAGAN ETERNAL

Eternal fjallar um Elias, ungan loftslagsvísindamann sem verður ástfanginn af Anitu, upprennandi söngkonu, en þegar honum býðst að taka þátt í hættulegum rannsóknarleiðangri að kanna dularfulla sprungu á hafsbotni velur hann framann umfram ástina.

Í leiðangrinum, árum síðar, fær Elias sýn um hvernig líf hans gæti verið hefði hann tekið aðrar ákvarðanir, og verður heltekinn af því að endurheimta sitt gamla líf og ástina.
Íslenska framleiðslufyrirtækið Netop, sem hefur komið að myndum á borð við Undir trénu, Hrútar og Northern comfort, er meðframleiðandi myndarinnar, sem skartar nokkrum þekktum íslenskum andlitum á borð við Halldóru Geirharðs, Ara Alexander og Helgu Kristínu Helgadóttur.
Leikstjóri og framleiðendur Eternal verða viðstaddir frumsýningu myndarinnar og taka þátt í umræðum að henni lokinni.

Opið er fyrir umsóknir í handritasmiðju Stockfish til 15. mars.
Í þessari þriggja daga smiðju geta höfundar skerpt á þekkingu sinni, fengið gagnrýni á verk sín og tengst samfélagi sem deilir ástríðu þeirra fyrir skrifum. Handritasmiðjunni er ætlað að efla og þroska íslenska handritshöfunda, og skapa umhverfi til samstarfs og tengslamynda. Hún er sniðin að þörfum höfunda með reynslu, en sem þurfa leiðsögn til að fínpússa handrit sín og koma þeim í framleiðslu.
Handritshöfundurinn og leikstjórinn Tina Gharavi leiðir smiðjuna, en hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín, og var meðal annars verið tilnefnd til BAFTA verðlauna fyrir fyrstu kvikmynd sína, I am Nasrine.
Nánari upplýsingar er að finna hér.