STOCKFISH KVIKMYNDAHÁTÍÐ FAGNAR 10 ÁRA AFMÆLI!

Með áframhaldandi kvikmyndaveislu og áhugaverðum bransadögum. Stockfish hefur þegar fest sig í sessi sem ein af skemmtilegustu kvikmyndahátíðum á Íslandi og sem frjór vettvangur fyrir fagfólk og áhugafólk um kvikmyndir.

Við hlökkum mjög til að fagna 10 ára afmælinu með ykkur öllum!

Á afmælisárinu býður Stockfish ykkur í ferðalög um víða veröld sagna, heima,
tilfinninga, sköpunar og alls þess sem kvikmyndalistin býður upp á.
Stockfish er hátíðin ykkar og við hlökkum til að njóta með ykkur.

Á síðustu 10 árum hefur Stockfish sýnt og sannað að hátíðin er vettvangur kvikmynda
frá öllum heimshornum sem og stærri mynda og nýrra leikstjóra.Auk þessa bjóðum við upp á sýnishorn af því besta sem er að gerast í íslenskri Kvikmyndagerð á „Verk í vinnslu“ og fáum að sjá myndir frá nýju hæfileikafólki í Stuttmyndakeppninni „Sprettfiskur“

Eins og fyrri ár bjóðum við upp á meistaraspjall (masterclass) og opið-spjall við þekkta leikara, kvikmyndaleikstjóra, kvikmyndatökumenn og fleira fagfólk. Hátíðin hefur borið hróður íslenskra kvikmynda, fagmennsku, hlýju og gestrisni víða og við erum stolt af því.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Stockfish Kvikmyndahátíð er komin til að vera og
við hlökkum til að njóta með ykkur!