OPIÐ FYRIR INNSENDINGAR – SPRETTFISKUR 2024

Opnað verður fyrir innsendingar 2. DESEMBER!

Stuttmyndasamkeppni Stockfish kvikmyndahátíðarinnar verður haldin á tíundu hátíð Stockfish Film & Industry Festival dagana 4. – 14. apríl í Bíó Paradís.

Umsóknarfrestur stendur til15 febrúar.

Keppt verður í og verðlaunað fyrir fjóra flokka:

BESTA LEIKNA STUTTMYNDIN

BESTA STUTTA HEIMILDAMYNDIN

BESTA STUTTA TILRAUNAMYNDIN

BESTA TÓNLISTARMYNDBANDIÐ

Flokkarnir eru fjórir til að endurspegla þá grósku og fjölbreytni sem er í kvikmyndagerð hér á landi. Markmið keppninnar er að vekja athygli á upprennandi kvikmyndagerðarfólki og hvetja það til góðra verka með verðlaunum sem geta lagt grunninn að næsta verkefni. Verðlaunin koma frá KUKL tækjaleigu og RÚV. Verðlaunamyndirnar verða sýndar á RÚV og verða aðgengilegar í spilara RÚV.

 

VERÐLAUN

Besta leikna stuttmyndin

KUKL 1.000.000 úttekt á tækjum

RÚV 1.000.000 reiðufé

Best stutta heimildamyndin

KUKL 500.000 úttekt á tækjum

RÚV 500.000 reiðufé

Besta stutta tilraunamyndin

KUKL 250.000 úttekt á tækjum

RÚV 250.000 reiðufé

Besta tónlistarmyndbandið

KUKL 250.000 úttekt á tækjum

RÚV 250.000 reiðufé

 

ÞÁTTÖKUSKILYRÐI
Myndin þarf að vera hámark 30 mín í lengd. Framleiðslu ekki lokið fyrir janúar 2023 og íslensk frumsýning nú á Stockfish 2024.

Aðeins íslensk verk eru tekin til greina þar sem höfundur/leikstjóri og/eða framleiðandi er íslenskur.

Tónlistarmyndbönd koma aðeins til greina ef leikstjórinn er íslenskur.

Tónlistarmyndbönd skulu gerð eftir frumsömdu lagi.

Innsendingar eru ókeypis og fara í gegnum filmfreeway.com.

20 stuttmyndir sem valdar verða til keppni verða sýndar á sjálfri hátíðinni.