VICTIM

Sagan fylgir einstæðri móður að nafni Irina, sem er innflytjandi og býr í litlum tékkneskum bæ við landamærin ásamt syni sínum Igor. Heimur hennar hrynur þegar hún kemst að því að sonur hennar hefur orðið fyrir árás þriggja Rómverja.

Allur bærinn stendur með mæðginunum og fordæma nágrana sína sem sagðir eru ábyrgir fyrir árásinni. Eftir að Igor vaknar á spítalanum, kemur sannleikurinn smám saman í ljós. Hins vegar hefur pólitískur áróður hlotið meðbyr innan bæjarins og talsmenn mismunandi sjónarmiða innan fjölmiðla, stjórnmála og bæjarsamfélaginu túlka sannleikann eftir þeirra hag.

Það verður erfitt að greina á milli lyga og sannleika og Irina stendur frammi fyrir mismunun og fordómum allt í kring á sama tíma og hún reynir að byggja upp líf í nýju landi. Hún stendur milli steins og sleggju í leit sinn að sannleikanum stendur hún frammi fyrir örlagaríkri ákvörðun sem stofnað getur fjölskyldu hennar í hættu.

“By keeping the setting of his movie intentionally vague, Blaško succeeds in creating a universal tale about two-class societies, repressed xenophobia and racism, as well as broken hopes and dreams.
Susanne Gottlieb. Cineuropa

Sýningartímar

  • 31. mars 21:00 Q&A
Leikstjóri:
Michal Blaško
Lengd:
91 mín
Year:
2022
Tungumál:
Tékkneska, Úkraínska, Rússneska