Bransadagar

Bransadagarnir halda áfram að vaxa sem vettvangur fyrir öflugt samtal innan greinarinnar. Tilgangur þeirra er að gefa rými til að tengja fólk saman og mynda sterk og gagnleg sambönd milli fagfólks í íslenskri og erlendri kvikmyndagerð. En einnig að skapa og opna tækifæri fyrir fjölbreytni og nýsköpun í greininni. 

Um fjörutíu alþjóðlegir gestir sækja hátíðina heim á hverju ár, aðallega fjölmiðlafólk og fagfólk úr iðnaðinum sem kemur sérstaklega til að taka þátt Bransadögum. Þess má geta að eftir síðustu hátíðir hafa orðið til fjölmörg viðskiptasambönd þar sem íslensk kvikmyndaverk fengu meðframleiðendur og styrki erlendis frá eða öfugt vegna tengsla sem mynduðust  á hátíðinni.

Stockfish stendur fyrir ýmsum viðburðum, kvöldverðum, kynningum, gleðistundum og móttökum þar sem gefast kjörin tækifæri til að mynda ný tengsl eða styrkja þau gömlu.Auk þess gefa opnunar- og lokahóf alltaf tækifæri til frekara spjalls og tengslamyndunar.

„Stockfish kvikmynda-og bransahátíðin skiptir máli og við erum komin til að vera“